Bestur Jeremy Clarkson og félagar úr TopGear voru sérlega hrifnir af BMW M3.
Bestur Jeremy Clarkson og félagar úr TopGear voru sérlega hrifnir af BMW M3.
Í lokaþætti tíundu seríu af Top Gear, sem sýndur var í Bretlandi rétt fyrir áramótin, völdu Jeremy Clarkson og félagar M3 bestan af þremur öflugum sportbílum.

Í lokaþætti tíundu seríu af Top Gear, sem sýndur var í Bretlandi rétt fyrir áramótin, völdu Jeremy Clarkson og félagar M3 bestan af þremur öflugum sportbílum. Í þættinum báru stjórnendur þáttarins, Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond, saman BMW M3, Audi RS4 og Mercedes Benz C63 AMG.

Eftir miklar umræður og eftir að hafa látið bílana keppa í brautarakstri, kappakstri og í því að hitta epli í kantinum á beygju varð niðurstaðan sú að BMW M3 bæri af. Engu að síður voru þeir sammála um að allir hefðu bílarnir sína kosti til að bera; Benzinn hafði mesta kraftinn, Audi-inn var talinn praktískastur en sameiginlegt mat þáttastjórnendanna var að BMW-inn væri einfaldlega öflugasti akstursbíllinn. Nokkrir BMW M3-bílar eru þegar komnir á íslenskar götur og fleiri eru á leiðinni.