[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ó víða er starfsöryggi minna en hjá þjálfurum í ensku úrvalsdeildinni og hafa einir átta slíkir tekið staf sinn og gengið það sem af er.

Ó víða er starfsöryggi minna en hjá þjálfurum í ensku úrvalsdeildinni og hafa einir átta slíkir tekið staf sinn og gengið það sem af er. Kannski það útskýri hvers vegna Alex Ferguson stjóri United snýst til varnar Rafa Benítez stjóra Liverpool gagnvart bandarískum eigendum Liverpool. Lýsti Ferguson því yfir að sá skortur á stuðningi sem Kanarnir hafa orðið uppvísir að sé skammarlegur og ekki til þess fallinn að gera Spánverjanum kleift að vinna vinnu sína af öryggi og sjálfstrausti.

L ítið bólar enn á hræringum Kevin Keegan hjá Newcastle. Innan við vika er til stefnu ætli hann að styrkja liðið frekar og eigandi þess hefur sterklega gefið til kynna að peningar séu aðgengilegir til slíks brúks.

E nduruppbygging Valenciu undir stjórn Ronald Koeman gengur vart hraðar en snigill. Orsökin er sú að einhverra hluta vegna heillar það boltasparkara lítið að spila í treyju liðsins eins og sakir standa. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum.

U ngstirnið Theo Walcott er komin á lánslista Arsenal.