ÚRVALSVÍSITALA hlutabréfa í íslensku kauphöllinni hækkaði um 2,97% í viðskiptum gærdagsins og hefur ekki hækkað meira á þessu ári. Hækkunin var reyndar meiri innan dagsins en vísitalan endaði í 5.201 stigi við lokun.

ÚRVALSVÍSITALA hlutabréfa í íslensku kauphöllinni hækkaði um 2,97% í viðskiptum gærdagsins og hefur ekki hækkað meira á þessu ári. Hækkunin var reyndar meiri innan dagsins en vísitalan endaði í 5.201 stigi við lokun.

Af félögum innan vísitölu hækkaði verð SPRON mest, um 8,5%, og verð FL Group hækkaði um 8,4%. Ekkert félaganna fjórtán sem skipa úrvalsvísitöluna lækkaði í verði.

Utan vísitölu hækkaði Atlantic Petroleum mest, um 11,2%, og Eik Banki um 6,8%. Aðeins tvö félög lækkuðu í verði í kauphöllinni í gær, 365 hf . um 1,6% og Icelandic um 1,4%.