„Undirskriftalistar bæjarbúa sýna hversu annt þeir láta sér um nærumhverfi sitt og fagna ég því,“ segir í yfirlýsingu sem Sigurður Magn*ússon, bæjarstjóri á Álftanesi sendi frá sér í gær vegna undirskriftalista gegn nýju deiliskipulagi sem...

„Undirskriftalistar bæjarbúa sýna hversu annt þeir láta sér um nærumhverfi sitt og fagna ég því,“ segir í yfirlýsingu sem Sigurður Magn*ússon, bæjarstjóri á Álftanesi sendi frá sér í gær vegna undirskriftalista gegn nýju deiliskipulagi sem hann fékk afhenta á miðvikudag.

Þarsegir Sigurður að skipulags- og bygginganefnd fari nú vandlega yfir efni mótmælanna og geri „breytingar sem koma til móts við þær athugasemdir sem þar eru gerðar“ en framkvæmdir þurfi að hefjast sem fyrst. „Grundvöllur skipulag s hins græna miðbæjar heldur sér,“ segir Sigurður svo í lokin.