Sunnudaginn 27. janúar kl. 20:00 verða haldnir á Kjarvalsstöðum hinir árlegu Mozart-tónleikar í tilefni af fæðingardegi tónskáldsins. Fluttar verða tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu ásamt píanósónötu og Kegelstatt-tríóinu fyrir klarínett, víólu og...

Sunnudaginn 27. janúar kl. 20:00 verða haldnir á Kjarvalsstöðum hinir árlegu Mozart-tónleikar í tilefni af fæðingardegi tónskáldsins. Fluttar verða tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu ásamt píanósónötu og Kegelstatt-tríóinu fyrir klarínett, víólu og píanó.

Flytjendur eru Krystyna Cortes og Valgerður Andrésdóttir píanóleikarar, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Einar Jóhannesson klarínettleikari.

Helgi Jónsson mun spjalla um tónskáldið.