Tommy Lee Trommari rokksveitarinnar Mötley Crüe.
Tommy Lee Trommari rokksveitarinnar Mötley Crüe. — Reuters
BANDARÍSKI rokkarinn Tommy Lee er væntanlegur til landsins snemma í dag, en í kvöld heldur hann tónleika á Nasa við Austurvöll ásamt DJ Aero. Með þeim Lee og Aero í för er umboðsmaður Lee, auk hljóðmanns rokkarans sem mun einnig vera lífvörður hans.

BANDARÍSKI rokkarinn Tommy Lee er væntanlegur til landsins snemma í dag, en í kvöld heldur hann tónleika á Nasa við Austurvöll ásamt DJ Aero. Með þeim Lee og Aero í för er umboðsmaður Lee, auk hljóðmanns rokkarans sem mun einnig vera lífvörður hans. Ekki er vitað hvernig Lee ætlar að verja deginum, en hann hefur óskað eftir því að hafa lúxusjeppa til taks og því ekki ólíklegt að hann muni skella sér í ferðalag. Að sögn Jóns Atla Helgasonar, hjá fyrirtækinu Jóni Jónssyni sem stendur að tónleikunum, hefur Lee hins vegar hvað mestan áhuga á Reykjavík, enda hafi hann heyrt að um mikla partíborg sé að ræða.

Á tónleikunum í kvöld mun Lee spila á trommur undir taktföstum skífuþeytingum DJ Aero. Jón Atli segir að enn séu til miðar á tónleikana, en þá má nálgast í verslunum Skífunnar og BT, og á midi.is. Miðaverð er 3.000 krónur.