Fyrsta opinbera embættisverk Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra var að opna sýningu í Tjarnarsal Ráðhússins og fór borgarstjóri út af borgarráðsfundi til þess. Fjölmenni var á sýningunni Konur í borgarstjórn í hundrað ár.
Fyrsta opinbera embættisverk Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra var að opna sýningu í Tjarnarsal Ráðhússins og fór borgarstjóri út af borgarráðsfundi til þess. Fjölmenni var á sýningunni Konur í borgarstjórn í hundrað ár. Margrét Sverrisdóttir, formaður afmælisnefndar, bauð nýja borgarstjórann velkominn. Ólafur hélt opnunarræðuna og fór yfir aðdraganda þess að konur tóku sæti í borgarstjórn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hélt líka ræðu og vakti athygli á því að konurnar sem settust í borgarstjórn 1908 komu af sérstökum kvennalista. Fólk vildi ekki ræða breytingarnar í borgarstjórn. Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi sagði: „Við fögnum í dag. Þeir geta andskotast eins og þeir vilja en hér erum við að fagna 100 ára veru kvenna í borgarstjórn.“