Viðurkenning Laufey Inga Stefánsdóttir og Benedikt Hafliðason tóku við viðurkenningarskjali úr höndum Guðnýjar Jóhannesdóttur.
Viðurkenning Laufey Inga Stefánsdóttir og Benedikt Hafliðason tóku við viðurkenningarskjali úr höndum Guðnýjar Jóhannesdóttur. — Ljósmynd/Árni Geir Ingvarsson
Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd voru valdir „menn ársins 2007“ á Norðurlandi vestra af lesendum fréttablaðsins Feykis, Húna.is og Skagafjörður.com.

Eftir Ólaf Bernódusson

Skagaströnd | Nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd voru valdir „menn ársins 2007“ á Norðurlandi vestra af lesendum fréttablaðsins Feykis, Húna.is og Skagafjörður.com. Er þetta í fyrsta sinn sem valinn er Norðvestlendingur ársins.

Tilnefndir voru tíu aðilar sem lesendur gátu valið á milli með atkvæði sínu á netinu. 104 í Höfðaskóla stóðu uppi sem sigurvegarar. Tilnefningu sína hlutu nemendurnir fyrir góðan árangur í skólahreysti á Norðurlandi, sigur í keppninni „reyklaus bekkur“, vinabandavæðingu allra íbúa Skagastrandar og lýðræðislega og kurteislega þátttöku sína í nokkrum ákvörðunum sveitarfélagsins.

Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Feykis, heimsótti krakkana í skólann og afhenti þeim viðurkenningarskjal.