„Þetta er náttúrlega blað sem sameinar bæði blöðin þannig að það er keimur af báðum blöðum.

„Þetta er náttúrlega blað sem sameinar bæði blöðin þannig að það er keimur af báðum blöðum. Samt er það líka nýtt, það er svona mitt á milli,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir en hún og Ásta Andrésdóttir eru ritstjórar nýs Nýs lífs sem varð til við sameiningu Nýs lífs og Ísafoldar.

Ingibjörg segir að efnistökum í Nýju lífi hafi verið breytt í þá átt að það er meira fjallað um menningu og þjóðmál heldur en verið hefur í Nýju lífi auk þess sem útliti blaðsins hefur verið breytt.

„Svo er því skipt upp í nokkra hluta eins og Ísafold var,“ segir Ingibjörg en bætir við: „Blaðið er samt enn sem áður stútfullt af fegurð og tísku.“

aak