Staða finnska stígvélaframleiðandans Nokia styrkist enn á farsímamarkaði, en af hverjum fimm farsímum sem nú eru seldir í heiminum eru tveir framleiddir af Nokia. Þetta þýðir að markaðshlutdeild Nokia er um 40% á hinum gríðarstóra farsímamarkaði.

Staða finnska stígvélaframleiðandans Nokia styrkist enn á farsímamarkaði, en af hverjum fimm farsímum sem nú eru seldir í heiminum eru tveir framleiddir af Nokia. Þetta þýðir að markaðshlutdeild Nokia er um 40% á hinum gríðarstóra farsímamarkaði. Á síðasta ársfjórðungi seldi Nokia 133,5 milljónir farsíma. Þetta kom fram í uppgjöri fyrirtækisins sem kom út í gær og hafa hlutabréf í Nokia hækkað um 14,3% síðan. mbl.is