Níu mánuðum eftir að Demi-Lee Brennan frá Ástralíu, sem er 15 ára, gekkst undir lifrarígræðslu, þá 9 ára gömul, uppgötvuðu læknar að hún hafði skipt um blóðflokk og „erft“ ónæmiskerfi lifrargjafans.
Níu mánuðum eftir að Demi-Lee Brennan frá Ástralíu, sem er 15 ára, gekkst undir lifrarígræðslu, þá 9 ára gömul, uppgötvuðu læknar að hún hafði skipt um blóðflokk og „erft“ ónæmiskerfi lifrargjafans. Stofnfrumur úr nýju lifrinni höfðu flust yfir í beinmerg hennar. Læknirinn Michael Stormon sem starfar á barnasjúkrahúsi í Sydney segir menn ekki vita um annað slíkt tilfelli. Stormon telur að röð tilviljana hafi ráðið þessu. Meðal annars hafi stúlkan fengið sýkingu eftir lifrarígræðsluna sem kunni að hafa leitt til þess að stofnfrumur gefandans fengu tækifæri til að fjölga sér. Einn mesti vandinn sem fylgir líffæraígræðslum er sá að ónæmiskerfi líffæraþegans hafnar nýju líffærunum. Greint er frá tilfellinu í ritinu The New England Journal of Medicine.