Hjúkrunarrýmum fyrir aldraða á Selfossi fjölgar um nærri 60%, úr 26 í 40, þegar ný viðbygging við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi verður komin í gagnið. Öll herbergi á hjúkrunardeildunum eru einstaklingsherbergi.

Hjúkrunarrýmum fyrir aldraða á Selfossi fjölgar um nærri 60%, úr 26 í 40, þegar ný viðbygging við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi verður komin í gagnið. Öll herbergi á hjúkrunardeildunum eru einstaklingsherbergi. Heilsugæslan fær nýtt og rúmbetra húsnæði á 1. hæð, endurhæfingaraðstaða verður bætt, aðalinngangurinn og anddyrið verða endurnýjuð. Í eldri byggingunni verður efld aðstaða fyrir rannsóknadeild, læknamóttökur og skrifstofur. Fyrsti hluti viðbyggingarinnar var tekin í notkun í gær að viðstöddum heilbrigðisráðherra. bee