Mercedes-Benz kynnti nýlega andlitslyftingu á SL-línunni. Fyrsti bíllinn sem fékk bótox og strekkingu er SL280 en von er á SL600 með V12-mótor, auk SL350, SL500/550 og grunntýpu sem verður með 231 hestafls, sex strokka mótor.
Mercedes-Benz kynnti nýlega andlitslyftingu á SL-línunni. Fyrsti bíllinn sem fékk bótox og strekkingu er SL280 en von er á SL600 með V12-mótor, auk SL350, SL500/550 og grunntýpu sem verður með 231 hestafls, sex strokka mótor. Upptjúnuðu AMG-týpurnar fylgja að sjálfsögðu í kjölfarið, en SL55 verður skipt út fyrir SL63. SL65 verður áfram flaggskip línunnar.