GREININGARDEILD bandaríska bankans Citigroup hefur í nýju verðmati beint því til fjárfesta að þeir selji hlutabréf Kaupþings , í stað þess að halda þeim, samkvæmt fregnum sænskra fjölmiðla.
GREININGARDEILD bandaríska bankans Citigroup hefur í nýju verðmati beint því til fjárfesta að þeir selji hlutabréf Kaupþings , í stað þess að halda þeim, samkvæmt fregnum sænskra fjölmiðla. Segir bankinn verðmatsgengi bréfanna nú vera 625 krónur í stað 1.000 króna áður. Skráð gengi Kaupþingsbréfa er nú komið í 700 eftir viðskipti gærdagsins, er markaðurinn fór upp á við. Skammt er síðan greining svissneska bankans UBS mælti einnig með sölu á Kaupþingsbréfum.