— Árvakur/G.Rúnar
UM 150 nemendur á öðru ári í Listaháskóla Íslands og einnig af fyrsta ári myndlistardeildar, hafa nú í janúar unnið áhugavert millideildarnámskeið út frá hugmyndinni „Karnival“.

UM 150 nemendur á öðru ári í Listaháskóla Íslands og einnig af fyrsta ári myndlistardeildar, hafa nú í janúar unnið áhugavert millideildarnámskeið út frá hugmyndinni „Karnival“. Í því er áhersla lögð á samþættingu ólíkra hugmynda og aðferða milli deilda. Nemendum var skipt í níu hópa og naut hver leiðsagnar tveggja leiðbeinenda. Í dag er svo komið að því að hóparnir skoði afrakstur hver annars. Myndin hér að ofan var tekin í gær af húsi nr. 20 við Bergstaðastræti. Þar voru þær Hlín Reykdal, og Erna Vestmann að hengja fallegt og litskrúðugt efni framan á húsið, en inni í því verður hægt að skoða innsetningar og annað eftir nemendur eftir kl. 18. Í húsnæði skólans að Sölvhólsgötu 13 verður einnig karnívalstemning og hægt að skoða verk nemenda.

Hlín segir enga ádeilu á útlit miðbæjarins fólgna í því að klæða húsið. Mikið sé talað um fífl í karnivali og húsið sé eiginlega eins og fífl í götunni, í mikilli niðurníðslu.