Ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Framsóknar og ungra stuðningsmanna Margrétar Sverrisdóttur segja í yfirlýsingu vegna mótmæla við Ráðhúsið að atburðir þar hafi verið sögulegir.

Ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Framsóknar og ungra stuðningsmanna Margrétar Sverrisdóttur segja í yfirlýsingu vegna mótmæla við Ráðhúsið að atburðir þar hafi verið sögulegir. Bæði hafi verið sögulegt að heyra rödd hins almenna borgarbúa mótmæla svo kröftuglega, og því miður hafi einnig verið sögulegt að horfa upp á hryggilegar aðfarir hins nýja meirihluta. mbl.is