Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
EIÐUR Smári Guðjohnsen lék síðustu 12 mínúturnar í gærkvöld þegar Barcelona sótti Villarreal heim í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Leikurinn endaði 0:0. Eiður var á varamannabekknum, ásamt m.a.

EIÐUR Smári Guðjohnsen lék síðustu 12 mínúturnar í gærkvöld þegar Barcelona sótti Villarreal heim í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Leikurinn endaði 0:0.

Eiður var á varamannabekknum, ásamt m.a. Lionel Messi, en á miðjunni voru Márquez, Xavi og Deco, og frammi voru þeir Giovani, Henry og Iniesta. Eiður leysti Xavi af hólmi á 81. mínútu en náði ekki að gera mikið á þessum skamma tíma, síðustu níu mínútunum og þremur í uppbótartíma.

Þetta var fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum keppninnar en sú síðari verður á Camp Nou á miðvikudaginn kemur, 30. janúar og liðið sem vinnur samanlagt kemst í undanúrslitin.

Racing Santander vann Athletic Bilbao, 2:0, í gærkvöld. Í fyrrakvöld vann Getafe sigur á Mallorca, 1:0, og Valencia vann Atlético Madrid, 1:0. Seinni leikir þessara liða fara líka fram 30. janúar.