Útvarpsmaðurinn íturvaxni Ívar Guðmundsson kemur oft með skemmtilegar sögur af óhöppum ógæfufólks erlendis.

Útvarpsmaðurinn íturvaxni Ívar Guðmundsson kemur oft með skemmtilegar sögur af óhöppum ógæfufólks erlendis. Um daginn var Ívar að hneykslast á ákvörðun pars í útlöndum og sagði við það tækifæri að þar væri nú aldeilis ekki um neina mannvitsbrekkuaðila að ræða. Hér virðist um nýyrði að ræða hjá hinum orðheppna Ívari því ekki finnst orðið góða í neinni orðabók... tsk