[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
V ilhjálmur Þ. Vilhjálmsson , oddviti sjálfstæðismanna, sagði í beinni útsendingu frá Ráðhúsinu í gær að aðgerðir mótmælenda á pöllum Ráðhússins væru algjör vanvirðing við lýðræðið . „Þeir sem fyrir þeim standa virðast ekki vilja láta segjast.

V ilhjálmur Þ. Vilhjálmsson , oddviti sjálfstæðismanna, sagði í beinni útsendingu frá Ráðhúsinu í gær að aðgerðir mótmælenda á pöllum Ráðhússins væru algjör vanvirðing við lýðræðið . „Þeir sem fyrir þeim standa virðast ekki vilja láta segjast. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta séu þau vinnubrögð sem þeir vilja að séu ástunduð í þjóðfélaginu,“ sagði Vilhjálmur en Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur sagði í viðtali við mbl.is að sér hafi sýnst álíka margir ungliðar úr Sjálfstæðisflokknum vera á áheyrendapöllunum og ungliðar minnihlutaflokkanna. Vilhjálmur talaði eins og aðeins ungmenni hefðu mótmælt en fréttamenn, sem voru á staðnum, sögðu mótmælendur hafa verið á öllum aldri. '68-kynslóðin þótti uppátækjasöm og óeirðaglöð á sínum tíma. Villi tilheyrir einmitt þeirri kynslóð og ætti því að kunna að meta smá uppreisn!

K rónprins Framsóknar, Björn Ingi Hrafnsson , er hættur afskiptum af borgarmálefnum, svo sem kunnugt er. „Kjaftasögur“ um fatakaup flokksins handa Birni Inga sem Guðjón Ólafur Jónsson , fyrrverandi þingmaður, kom af stað urðu til þess að Bingi tók þessa ákvörðun. Að sjálfsögðu vissi Guðjón Ólafur alltaf um þessi fatakaup þannig að tal um kjaftasögur voru auðvitað bara leið til að koma málinu í fjölmiðla, enda hafði hann farið í búðarölt með Binga til að máta fötin. Það hlakkar þó sennilega í Guðjóni Ólafi nú þegar Bingi hverfur af vettvangi stjórnmálanna þótt varasamt sé að fagna mikið þegar pólitík er annars vegar. Menn rísa þar upp sem sigurvegarar aftur og aftur og má t.d. nefna Árna Johnsen sem lifandi sönnun þess. Kjósendur Framsóknar verða búnir að gleyma fatakaupum Binga þegar hann býður sig fram til næstu alþingiskosninga, sjálfsagt glerfínn og flottur í tauinu. Hvar Guðjón Ólafur verður þá verður tíminn að leiða í ljós...

elin@24stundir.is