HÆSTIRÉTTUR hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur karlmönnum á fertugsaldri sem fundnir voru sekir um líkamsárás. Taldi rétturinn fimm mánaða fangelsi hæfilegt en áður hafði héraðsdómur dæmt mennina í átján og tólf mánaða fangelsi.

HÆSTIRÉTTUR hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur karlmönnum á fertugsaldri sem fundnir voru sekir um líkamsárás. Taldi rétturinn fimm mánaða fangelsi hæfilegt en áður hafði héraðsdómur dæmt mennina í átján og tólf mánaða fangelsi.

Dómurinn taldi ekki hægt að fullyrða að annar mannanna hefði tekið beinan þátt í árásinni, líkt og hann var dæmdur fyrir í héraði, og hlaut hann dóm sem hlutdeildarmaður. Dómur hins mannsins var mildaður sökum þess að áverkar árásarinnar voru ekki miklir og brotið var hans fyrsta. Atlaga hans þótti þó tilefnislaus og illyrmisleg, og því ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna.