Phil Collins myndlistarmaður
Phil Collins myndlistarmaður
ÞAÐ getur verið að einhverja myndlistarmenn dreymi um að slá gagnrýnendur og sýningarstjóra utan undir. Sjálfsagt munu þeir þá öfunda breska myndlistarmanninn Phil Collins sem lét verða af því, en þó í nafni listarinnar.

ÞAÐ getur verið að einhverja myndlistarmenn dreymi um að slá gagnrýnendur og sýningarstjóra utan undir. Sjálfsagt munu þeir þá öfunda breska myndlistarmanninn Phil Collins sem lét verða af því, en þó í nafni listarinnar.

Fyrir verk sitt You'll Never Work in This Town Again, eða Þú færð aldrei framar vinnu í þessum bæ , sló Collins þekkt andlit úr myndlistarheiminum og tók ljósmyndir af þeim augnabliki síðar. Í verkinu eru ríflega 100 slíkar ljósmyndir.

Collins var tilnefndur til bresku Turner-verðlaunanna árið 2006 og þykir dálítill prakkari í listsköpun sinni. Hann segist hafa sagt þeim sem hann sló að hann myndi telja upp að þremur en slegið á tveimur. Þannig hafi hann komið fólki í opna skjöldu. Hann hafi náð því að slá 28 utan undir á einu kvöldi.