Stjórnin F.v.: Anh-Dao Tran, Dögg Káradóttir, Ágúst Þór Árnason, Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri, Árni Geir Pálsson, Hildur Petersen og Sigurjón Hjartarson. Á myndina vantar Orra Vigni Hlöðversson, Hlíf Steingrímsdóttur, Ingu Dagnýju Eydal og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur.
Stjórnin F.v.: Anh-Dao Tran, Dögg Káradóttir, Ágúst Þór Árnason, Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri, Árni Geir Pálsson, Hildur Petersen og Sigurjón Hjartarson. Á myndina vantar Orra Vigni Hlöðversson, Hlíf Steingrímsdóttur, Ingu Dagnýju Eydal og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur.
HILDUR Petersen var nýlega kjörin formaður Barnaheilla – Save the Childre á Íslandi og tekur hún við formennsku af Árna Magnússyni. Árni Geir Pálsson er varaformaður samtakanna.

HILDUR Petersen var nýlega kjörin formaður Barnaheilla – Save the Childre á Íslandi og tekur hún við formennsku af Árna Magnússyni. Árni Geir Pálsson er varaformaður samtakanna.

Hildur Petersen stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands en tók snemma við rekstri ljósmyndafyrirtækisins Hans Petersen sem hún rak í rúm tuttugu ár. Hún er í dag stjórnarformaður SPRON, Kaffitárs, Pfaff og ÁTVR og varaformaður FKA, félags kvenna í atvinnurekstri.

Barnaheill eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru hér á landi árið 1989. Samtökin vinna að réttindum og velferð barna hér á landi og erlendis. Þau eiga aðild að alþjóðasamtökunum International Save the Children Alliance sem starfa í 120 löndum víða um heim. Samtökin hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í starfi sínu og eru helstu málaflokkarnir réttindi barna, barnavernd, menntun, heilbrigðismál, neyðaraðstoð og barátta gegn ofbeldi gegn börnum.