Dollarar Bandaríkjamenn eyða.
Dollarar Bandaríkjamenn eyða.
Utah. AFP. | Skuldir bandaríska þjóðarbúsins námu 9,2 trilljónum dollara hinn 19. janúar sl., eða sem nemur um 30.000 dölum á hvern Bandaríkjamann.

Utah. AFP. | Skuldir bandaríska þjóðarbúsins námu 9,2 trilljónum dollara hinn 19. janúar sl., eða sem nemur um 30.000 dölum á hvern Bandaríkjamann.

Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd kvikmyndagerðarmannsins Patricks Creadons, sem frumsýnd var á Sundance-hátíðinni í vikunni.

Myndin er byggð á metsölubókinni „Empire of Debt“, eftir William Bonner og Addison Wiggin og er tölfræðingurinn David Walker Creadon til halds og trausts þegar þeir ferðast um landið og hvetja til aukins aðhalds í fjármálunum.

Segja félagarnir að sökum þess hversu ríkir Bandaríkjamenn hafa verið síðustu áratugi hafi almenningur smátt og smátt misst áhugann á efnahagsmálum, ásamt því sem nokkurn skilning skorti þar á.

Kemur fram í myndinni að 46 af hundraði skuldanna séu í formi erlendra ríkisskuldabréfa og vara félagarnir við því að þessi staða geti ógnað sjálfstæði þjóðarinnar.

Þá hafi almenningur eytt um efni fram á síðustu tveimur árum og skuldafen þeirra dýpkað.