Ferðaáætlun FÍ 2008 er nú komin út og er dreift til félagsmanna í pósti. Í henni er að finna á annað hundrað gönguferðir um náttúru Íslands.

Ferðaáætlun FÍ 2008 er nú komin út og er dreift til félagsmanna í pósti. Í henni er að finna á annað hundrað gönguferðir um náttúru Íslands. Ferðum í áætluninni er skipt í dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og svo er einnig að finna jeppaferðir og skíðaferðir. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að í ferðaáætluninni nú sé mikið úrval af gönguferðum, bæði léttum gönguferðum sem og krefjandi fjallgöngum á hæstu tinda landsins segir í fréttatilkynningu. aak