„Kostnaður má ekki heldur verða heilbrigðu lýðræði fyrirstaða.

„Kostnaður má ekki heldur verða heilbrigðu lýðræði fyrirstaða. Ég hef í dag sent dómsmálaráðherra tilboð um að greiða útlagðan kostnað ríkissjóðs við forsetakosningarnar árið 2008,“ sagði Ástþór Magnússon á blaðamannafundi í Háskólabíói í gær, um leið og hann raðaði seðlabúntum á borðið fyrir framan sig.

Hann sagði nauðsynlegt að standa vörð um lýðræðið og sakaði fjölmiðla um að stunda hræðsluáróður gegn forsetakosningum og brýndi fyrir þeim að misnota ekki vald sitt. „Mér finnst sárt og leitt að heyra glósur í minn garð um að áralöng barátta til að fá áherslum hjá embætti forseta Íslands breytt til íslenskrar forystu í friðarmálum, sé misnotkun eða nauðgun á lýðræðinu,“ sagði Ástþór og skoraði á þjóðina að finna hæfa frambjóðendur. Hann vildi ekkert gefa út um hvort hann ætlaði sjálfur í framboð.

fifa@24stundir.is