Bæjarstjórn Akraness hefur boðað til fundar með stjórn HB Granda, formanni Verkalýðsfélags Akraness og þingmönnum kjördæmisins, nk. mánudag kl. 18 í bæjarskrifstofu Akraness. HB Grandi tilkynnti væntanlegar uppsagnir fyrr í vikunni.

Bæjarstjórn Akraness hefur boðað til fundar með stjórn HB Granda, formanni Verkalýðsfélags Akraness og þingmönnum kjördæmisins, nk. mánudag kl. 18 í bæjarskrifstofu Akraness.

HB Grandi tilkynnti væntanlegar uppsagnir fyrr í vikunni. Fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins að þessar breytingar séu vegna þess að botnfiskvinnslan á Akranesi hafi verið starfrækt með því að flytja þangað ufsa sem annars hefði verið unninn í Reykjavík og slíkt sé óhagkvæmt.

„Við Skagamenn munum berjast gegn þessari ákvörðun til síðasta manns,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins. „Þeir menn sem ráða yfir auðlindum okkar átta sig ekki þeirri gríðarlegu samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Það gengur ekki að fiskverkafólkið taki alltaf skellinn,“ segir Vilhjálmur. Hann fer til stjórnar HB Granda í dag með bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum m.a. um ástæður þessara uppsagna. þkþ