Dash 8-flugvélum SAS flugfélagsins var flogið árum saman með smíðagalla, að því er rannsóknir danskra flugumferðaryfirvalda hafa leitt í ljós.

Dash 8-flugvélum SAS flugfélagsins var flogið árum saman með smíðagalla, að því er rannsóknir danskra flugumferðaryfirvalda hafa leitt í ljós. Í kjölfar nauðlendingar nokkurra Dash-flugvéla kom í ljós að ryðskemmdir voru á lendingarbúnaði sem ekki sáust við eftirlit.

Frekari rannsóknir hafa leitt í ljós galla á síu í vökvakerfi lendingarbúnaðarins, að því er greint er frá í norrænum fjölmiðlum. Gallann er að finna á 16 af þeim 18 flugvélum sem rannsakaðar hafa verið. Í tveimur tilfellum hefur pakkning losnað og komist inn í vökvakerfið. Ryðið var á stað sem skoða hefði átt eftir rúmlega 10 ár en SAS fékk fyrstu vélarnar árið 2000.

ibs