Björk Vonandi verður söngkonan búin að jafna sig fyrir tónleikana í Sjanghæ 2. febrúar.
Björk Vonandi verður söngkonan búin að jafna sig fyrir tónleikana í Sjanghæ 2. febrúar.
TÓNLEIKUM Bjarkar Guðmundsdóttur sem halda átti í Sidney í dag hefur verið aflýst. Björk hélt tónleika á tröppum óperuhússins í borginni í fyrrakvöld við mjög góðar undirtektir.

TÓNLEIKUM Bjarkar Guðmundsdóttur sem halda átti í Sidney í dag hefur verið aflýst. Björk hélt tónleika á tröppum óperuhússins í borginni í fyrrakvöld við mjög góðar undirtektir. Að sögn ástralskra fréttastofa hafa læknar ráðlagt Björk að taka það rólega vegna bólgu í raddböndum og í gærdag voru fréttirnar staðfestar á heimasíðu Bjarkar. Ekki er ljóst hvort Björk mun aflýsa öðrum tónleikum, sem fyrirhugað var að halda í Ástralíu á næstunni.

Blaðið The Sydney Morning Herald fjallar í gærdag um tónleika Bjarkar við óperuhúsið og segir að þeir áhorfendur, sem bauluðu á Björk á tónleikum á sunnudag en fögnuðu rokkurunum Rage Against the Machine, hafi ef til vill ekki talið Björk vera nógu pólitíska. „Þeir hafa rangt fyrir sér. Meðlimir R.A.T.M. eru gervistjórnleysingjar. Björk er byltingin,“ sagði blaðið.

Kínverskir fjölmiðlar sögðu í frá því í gær að Björk myndi halda tónleika í íþróttahöll í Sjanghæ 2. mars.