Stungu Guðríður Ottadóttir og Gunnar Karlsson tóku fyrstu skóflustungurnar. Með þeim er Októ Einarsson stjórnarformaður.
Stungu Guðríður Ottadóttir og Gunnar Karlsson tóku fyrstu skóflustungurnar. Með þeim er Októ Einarsson stjórnarformaður. — Ljósmynd/Árni Torfason
FYRSTA skóflustungan að nýju húsi Ölgerðarinnar var tekin nýlega. Í tilkynningu frá Ölgerðinni kemur fram að húsið mun rísa vestan við núverandi byggingar fyrirtækisins við Grjótháls og tengjast þeim.

FYRSTA skóflustungan að nýju húsi Ölgerðarinnar var tekin nýlega.

Í tilkynningu frá Ölgerðinni kemur fram að húsið mun rísa vestan við núverandi byggingar fyrirtækisins við Grjótháls og tengjast þeim. Að loknum framkvæmdum mun allur rekstur Ölgerðarinnar rúmast undir einu þaki. Starfsemin er nú á 7 stöðum í borginni en umsvif fyrirtækisins hafa aukist til muna eftir að Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Danól sameinuðust undir merkjum Ölgerðarinnar um áramótin. Nýja byggingin verður 12.5000 fermetrar og þar verða lager og skrifstofur.

„Þeir starfsmenn sem lengstan starfsaldur hafa hjá hvoru af hinum nýsameinuðu fyrirtækjum tóku fyrstu skóflustunguna, þau Gunnar Karlsson sem starfað hefur hjá Ölgerðinni í 45 ár og Guðríður Ottadóttir sem hóf störf hjá Danól árið 1979. Nýja húsið verður tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs. Byggingarframkvæmdir eru í höndum Íslenskra aðalverktaka. Arkitektar eru Guðmundur Gunnarsson og Elín Kjartansdóttir hjá arkitektur.is og verkefnisstjóri af hálfu Ölgerðarinnar er Lárus Berg,“ segir í tilkynningunni.