Knútur litli.
Knútur litli.
KNÚTUR, ísbjarnarhúnninn í dýragarðinum í Berlín, sem Þjóðverjar hafa látið sem mest með, hefur beðið varanlegt tjón á sálu sinni og geði.
KNÚTUR, ísbjarnarhúnninn í dýragarðinum í Berlín, sem Þjóðverjar hafa látið sem mest með, hefur beðið varanlegt tjón á sálu sinni og geði. Frank Albrecht, sem berst fyrir réttindum dýra, segir, að Knútur sé nú orðinn að „vandræðaunglingi“, ofvirkur og spilltur af eftirlæti og viti í raun ekki lengur hvar hann eigi heima í dýraríkinu. Hann sé í raun farinn á geði eftir alla vitleysuna.