Hitt hef ég fundið lengi, að yngra liðið í flokknum hefur borið glóðir elds að höfði hans, og séð ofsjónum yfir því kastljósi sem hefur beinst að Birni Inga sem leiðtogaefni.

Hitt hef ég fundið lengi, að yngra liðið í flokknum hefur borið glóðir elds að höfði hans, og séð ofsjónum yfir því kastljósi sem hefur beinst að Birni Inga sem leiðtogaefni. Þau höfðu erindi sem erfiði – en uppskera í staðinn flokk, sem veikist enn frekar, og er nú orðinn helsjúkur. Smáflokkur á niðurleið, sem lendir í svona subbulegum átökum, á sér varla viðreisnar von. Í þessu speglast enn og aftur væringar gamalla arma. Björn Ingi tilheyrði upphaflega hópnum í kringum Halldór Ásgrímsson, og kom inn í stjórnmálin á þeim forsendum.

Össur Skarphéðinsson

eyjan.is/goto/ossur