ÍSLENDINGAR hafa lokið keppni í sinni fimmtu Evrópukeppni og hafnaði íslenska landsliðið í ellefta sæti, eins og það gerði í fyrstu keppninni sem liðið tók þátt í, í Króatíu 2000. *Þorbjörn Jensson var landsliðsþjálfari Íslands í EM í Slóveníu.

ÍSLENDINGAR hafa lokið keppni í sinni fimmtu Evrópukeppni og hafnaði íslenska landsliðið í ellefta sæti, eins og það gerði í fyrstu keppninni sem liðið tók þátt í, í Króatíu 2000.

*Þorbjörn Jensson var landsliðsþjálfari Íslands í EM í Slóveníu. Liðið lék sex leiki, tapaði fimm leikjum en vann aðeins einn – leikinn gegn Úkraínu um ellefta sætið, 26:25.

*Guðmundur Þórður Guðmundsson var landsliðsþjálfari á EM í Svíþjóð 2002, þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti. Ísland lék 8 leiki, vann fjóra, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur. Íslenska liðið tapaði undanúrslitaleik gegn Svíum 22:33 og leik um þriðja sætið gegn Dönum, 22:29.

*Guðmundur Þ. var þjálfari liðsins sem lék í EM í Slóveníu 2004. Liðið hafnaði í 13. sæti. lék þrjá leiki, tapaði tveimur og gerði jafntefli við Tékka.

*Viggó Sigurðsson var þjálfari í EM í Sviss 2006. Ísland hafnaði í 7. sæti. Lék sex leiki, vann tvo, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur leikjum.

*Alfreð Gíslason stjórnaði liðinu nú í Noregi. Ísland hafnaði í ellefta sæti. Lék sex leiki, vann tvo, tapaði fjórum.