Við rústirnar í Mosul.
Við rústirnar í Mosul.
MINNST 34 týndu lífi og 217 særðust í sprengjuárás í borginni Mosul í Norður-Írak í fyrradag. Eftir ódæðið sprengdi sjálfsmorðsárásarmaður sig í loft upp í gær með þeim afleiðingum að hátt settur lögreglumaður beið bana.

MINNST 34 týndu lífi og 217 særðust í sprengjuárás í borginni Mosul í Norður-Írak í fyrradag. Eftir ódæðið sprengdi sjálfsmorðsárásarmaður sig í loft upp í gær með þeim afleiðingum að hátt settur lögreglumaður beið bana. Talið er að fjöldi fólks liggi undir rústunum og óttast að tala látinna muni hækka

Þriggja hæða íbúðahús hrundi til grunna og um hundrað til viðbótar skemmdust í sprengingunni, sem var gífurlega öflug.

Liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkanetsins eru grunaðir um tilræðið, en þeir þykja hafa sterk tök í borginni, sem er um 370 km norður af höfuðborginni Bagdad. Ástandið í Mosul er sagt slæmt og búist við frekari árásum.