Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson
„EF áburður hækkar um allt að 60%, eins og spáð hefur verið, kallar það á um 570 þúsund króna útgjaldaauka miðað við meðalstórt kúabú. Þessi hækkun kemur til viðbótar miklum hækkunum á kjarnfóðri, eldsneyti og fleiri aðföngum.

„EF áburður hækkar um allt að 60%, eins og spáð hefur verið, kallar það á um 570 þúsund króna útgjaldaauka miðað við meðalstórt kúabú. Þessi hækkun kemur til viðbótar miklum hækkunum á kjarnfóðri, eldsneyti og fleiri aðföngum. Ef fram gengur, sem boðað er, standa margir bændur frammi fyrir verulegum rekstrar- og afkomuvanda. Eini kostur bændastéttarinnar er að velta þessum aukna kostnaði út í verðlagið.“ Þetta segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, í grein sem hann birti á heimasíðu samtakanna.

Aðföng til landbúnaðar hafa hækkað mikið að undanförnu. Auk mikillar hækkunar á áburði, fóðri og olíu hefur vaxtakostnaður hækkað mikið í landinu. Haraldur bendir á að þessar hækkanir hafi leitt til hækkunar á búvörum í nágrannalöndum okkar. Verð á mjólk í Danmörku hafi t.d. hækkað um 20%. Hann segir að bændur eigi ekki annan kost en að velta þessum hækknunum út í verðlagið.