[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það sem gerðist á áheyrendapöllum Ráðhússins í gær á lítið skylt við mótmæli. Þetta voru skrílslæti. Þeir sem að þeim stóðu ættu að skammast sín, en ég efast um að þeir kunni það. Vonandi eiga þeir eftir að þroskast.

Það sem gerðist á áheyrendapöllum Ráðhússins í gær á lítið skylt við mótmæli. Þetta voru skrílslæti. Þeir sem að þeim stóðu ættu að skammast sín, en ég efast um að þeir kunni það. Vonandi eiga þeir eftir að þroskast.

Fyrir rúmum þremur mánuðum var myndaður borgarstjórnarmeirihluti á nokkurn veginn sama hátt og gert var fyrir nokkrum dögum. Þá mætti þetta fólk ekki á palla Ráðhússins til að mótmæla og hella svívirðingum yfir nýjan meirihluta. Nú mætti það vegna þess eins að flokkar þeirra eru orðnir valdalausir í borginni og það kallar fram allt það versta í þeim. Hópurinn gleymdi sér í múgæsingu og hagaði sér eins og óður skríll. Það var ófögur sjón og vonandi á maður ekki eftir að verða oft vitni að öðru eins. Maður spyr sig hvort fulltrúum minnihlutans hafi þótt þessi ógeðfellda múgæsing í lagi. Ef þeim finnst þetta virkilega gott og blessað þá held ég að það sé varasamt að treysta þeim. Skynsamt fólk á að sjá að þetta var ekki í lagi.

Samfylkingarfólk mun hafa verið fjölmennt á pöllunum þennan dag. Nú vill svo til að ég er flokksbundin í Samfylkingunni. Ef það fólk sem þarna var á pöllum er dæmigert fyrir Samfylkinguna þá er ég örugglega ekki í réttum félagsskap.