Fjármálaráðuneytið segir í nýju vefriti að nú sé ljóst að þróunin á fjármálamörkuðum hafi verið neikvæð síðan endurskoðuð þjóðhagsspá var birt um miðjan janúar og hagvaxtarhorfur séu því heldur verri.

Fjármálaráðuneytið segir í nýju vefriti að nú sé ljóst að þróunin á fjármálamörkuðum hafi verið neikvæð síðan endurskoðuð þjóðhagsspá var birt um miðjan janúar og hagvaxtarhorfur séu því heldur verri.

Í því sambandi bendir ráðuneytið á tvö mikilvæg atriði. Í fyrsta lagi sé fjármálakerfið á Íslandi talið í grunninn traust, staða ríkissjóðs sterk, starfsemi fyrirtækja mikil og atvinnustig í landinu hátt. Íslenska hagkerfið hafi einnig sýnt eindæma viðnámsþrótt þegar aðstæður á mörkuðum hafi breyst.

Í öðru lagi sé mikilvægt að hafa í huga að þróunin hér á landi að undanförnu hafi verið mjög háð alþjóðlegri þróun. Það skipti því meira máli en oft áður fyrir framvinduna hér á landi hvernig stjórnvöld annars staðar bregðast við ástandinu. mbl.is