Danssmiðja í tengslum við Freestyle-keppni Tónabæjar fer fram í Listdansskóla Íslands, Engjateigi 1, laugardaginn 26. janúar. Kenndir verða þrír mismunandi dansstílar: nútímadans, breik og street jazz.

Danssmiðja í tengslum við Freestyle-keppni Tónabæjar fer fram í Listdansskóla Íslands, Engjateigi 1, laugardaginn 26. janúar. Kenndir verða þrír mismunandi dansstílar: nútímadans, breik og street jazz. Þetta er í fyrsta skipti sem slík smiðja er haldin í tengslum við keppnina og er hún liður í að gera hana fjölbreyttari og aðgengilegri.

Freestyle-keppnin sjálf fer síðan fram þann 8. febrúar og er skráning þegar hafin í hana. Allir unglingar í 8., 9. og 10. bekk geta tekið þátt.