Svikinn Daniel Bouton, forstjóri SG, á blaðamannafundi.
Svikinn Daniel Bouton, forstjóri SG, á blaðamannafundi. — Reuters
STÆRSTI banki Frakklands, Societe General (SG), tilkynnti í gær um fjársvik eins verðbréfamiðlara síns upp á 4,9 milljarða evra, jafnvirði um 475 milljarða króna. Í kjölfarið voru viðskipti með bréf bankans stöðvuð í kauphöllinni í París.

STÆRSTI banki Frakklands, Societe General (SG), tilkynnti í gær um fjársvik eins verðbréfamiðlara síns upp á 4,9 milljarða evra, jafnvirði um 475 milljarða króna. Í kjölfarið voru viðskipti með bréf bankans stöðvuð í kauphöllinni í París.

Stjórnarformaður bankans bað hluthafa afsökunar á að innra eftirlit SG hefði ekki komist að svikunum fyrr, en þau höfðu staðið yfir undanfarið ár. Bauðst stjórnarformaðurinn til að segja af sér en stjórn bankans hafnaði því.

Búið er að reka verðbréfamiðlarann úr starfi og kæra hann fyrir fjársvikin, sem talin eru tengjast miðlun verðbréfa í framtaksfjárfestingum og vogunarsjóðum. Er maðurinn talinn hafa staðið einn að málum.

Bankinn tilkynnti einnig í gær að hann hefði þurft að afskrifa meira en tvo milljarða evra vegna undirmálslána í Bandaríkjunum. Hyggst bankinn í kjölfarið auka eigið féð um 5,5 milljarða evra á næstu vikum. Svik verðbréfamiðlarans og afskriftir lána munu draga verulega úr hagnaði SG á síðasta ári, en talið er að hagnaður bankans geti numið 600 til 800 milljónum evra, eða að hámarki nærri 80 milljörðum króna. Í kjölfar tíðindanna lækkaði Moody's lánshæfiseinkunn sína á SG.