— Reuters
TEKETILLINN sem sést hér á mynd er ekkert slor, úr silfri og vel skreyttur demöntum. Ketillinn er einn gripa á sýningunni Silver: Made in Scotland , eða Silfur: Búið til í Skotlandi , sem stendur nú yfir í National Museum of Scotlandi í Edinborg.

TEKETILLINN sem sést hér á mynd er ekkert slor, úr silfri og vel skreyttur demöntum. Ketillinn er einn gripa á sýningunni Silver: Made in Scotland , eða Silfur: Búið til í Skotlandi , sem stendur nú yfir í National Museum of Scotlandi í Edinborg.

Þó svo gripirnir sjálfir eigi að vera nægt augnayndi þá var engu að síður ráðin fögur fyrirsæta til að sýna þá í gær. Hún á fæturna við hlið ketilsins og er heldur ekki hægt að segja að þeir séu illa af Guði gerðir.

Á sýningunni verða sýndir gripir þeirra silfursmiða á heimsmælikvarða sem búsettir eru í Skotlandi. Gripirnir eru bæði gamlir og nýir, 350 talsins. Í lýsingu á vefsíðu safnsins segir að silfur hafi lengi vel verið táknrænt fyrir ríkidæmi og völd.