Þjóðleikhúsið í samstarfi við Rás 2 lýsir eftir tveimur nýjum pönklögum fyrir söngleikinn Ástin er diskó – lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason sem verður frumsýnt í apríl. Búið er að semja textana og er þá að finna á heimasíðunum leikhusid.
Þjóðleikhúsið í samstarfi við Rás 2 lýsir eftir tveimur nýjum pönklögum fyrir söngleikinn Ástin er diskó – lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason sem verður frumsýnt í apríl. Búið er að semja textana og er þá að finna á heimasíðunum leikhusid.is og á ruv.is/poppland ásamt frekari upplýsingum um keppnina. Lögin heita Skítandi í júní og Ísland er fokk. Öllum er heimilt að senda inn lög og er skilafrestur til 31. janúar. Tímabilið í kringum 1980 var átakatími í íslenskri menningarsögu þegar diskóið reis hæst og pönkið kom fram. Þú og ég og Brunaliðið sungu sína helstu smelli um leið og Fræbbblarnir og Utangarðsmenn stigu fyrst á svið. Í söngleiknum segir frá Rósu Björk, heildsaladóttur af Seltjarnarnesi sem er kosin ungfrú Hollywood, og strax á fyrsta rúnti á vinningsbílnum frá Heklu ekur diskógengið fram á Nonna rokk og Neysluboltana, svaðalegustu pönkara landsins. Nonni og Rósa virðast við fyrstu sýn eiga fátt sameiginlegt en eitthvert einkennilegt aðdráttarafl dregur þau hvort að öðru.