John Gibson Fannst sniðugt að gera grín að andláti Ledgers.
John Gibson Fannst sniðugt að gera grín að andláti Ledgers.
Krufning á jarðneskum leifum leikarans Heath Ledger sem lést á þriðjudag hefur enn ekki sýnt fram á dánarorsök hans en talsmenn lögreglunnar í New York segja að það muni taka um tíu daga að ákvarða dánarorsök.

Krufning á jarðneskum leifum leikarans Heath Ledger sem lést á þriðjudag hefur enn ekki sýnt fram á dánarorsök hans en talsmenn lögreglunnar í New York segja að það muni taka um tíu daga að ákvarða dánarorsök.

Leiddar hafa verið líkur að því að Ledger hafi látist vegna of stórs skammts af svefnlyfjum eða ólöglegum lyfjum en lögregla hefur ekki fundið neinar óyggjandi sannanir fyrir fíkniefnaneyslu.

Aðdáendur leikarans hafa hópast saman fyrir utan íbúð leikarans í Soho-hverfi New York-borgar þar sem kveikt hefur verið á kertum og blóm skilin eftir til að minnast hans.

Fox samir við sig

24 stundir greindu frá því í gær að Westboro Baptist Church hygðist mótmæla við útför leikarans vegna þess að hann lagði málstað samkynhneigðra lið en það eru fleiri sem hæðast að sviplegu andláti leikarans.

John Gibson, fréttamaður hjá Fox News, gerði ítrekað grín að andláti leikarans í útvarpsþætti sínum þar sem hann meðal annars kallaði hann furðufugl og tengdi andlát hans við allar helstu heimsfréttirnar þann daginn. Skiljanlega hefur Gibson verið harðlega gagnrýndur fyrir undarlega og tillitslausa hegðun sína. vij