Afsögn Peter Hain, ráðherra atvinnumála í Bretlandi, sagði af sér í gær þegar ljóst var að hann yrði kærður fyrir að hafa ekki gert grein fyrir um 13 milljóna króna fjárframlögum í kosningasjóð. Hain segir að ekki sé um svindl að ræða, heldur...

Afsögn Peter Hain, ráðherra atvinnumála í Bretlandi, sagði af sér í gær þegar ljóst var að hann yrði kærður fyrir að hafa ekki gert grein fyrir um 13 milljóna króna fjárframlögum í kosningasjóð. Hain segir að ekki sé um svindl að ræða, heldur trassaskap.

Verkfall Opinberir starfsmenn í Frakklandi efndu til verkfalls í gær og gengu um götur Parísar og annarra borga. Kröfðust göngumenn hærri launa og mótmæltu um leið niðurskurði. Sarkozy forseti vill skera niður með því að ráða ekki nema í helming starfa þeirra sem fara á eftirlaun.

Hagvöxtur Hagvöxturinn í Kína nam 11,4 prósentum í fyrra. Er þetta fimmta árið í röð sem hagvöxtur í Kína er yfir 10 prósentum.