Útspil í trompi. Norður &spade;1062 &heart;Á2 ⋄D6432 &klubs;Á95 Vestur Austur &spade;Á75 &spade;D943 &heart;984 &heart;K3 ⋄105 ⋄KG987 &klubs;D10742 &klubs;G3 Suður &spade;KG8 &heart;DG10765 ⋄Á &klubs;K86 Suður spilar 4&heart;.

Útspil í trompi.

Norður
1062
Á2
D6432
Á95

Vestur Austur
Á75 D943
984 K3
105 KG987
D10742 G3

Suður
KG8
DG10765
Á
K86

Suður spilar 4.

Spilarar eiga það til að trompa út af eintómum ótta við að hreyfa aðra liti. Slík hræðsluútspil eru þó oft bara frestun á vanda, eins og spilið að ofan sýnir vel. Það er frá Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni.

Suður opnar á 1 og ítrekar litinn við kröfugrandi. Norður hækkar svo í 4. Vestur trompar út og sagnhafi tekur á ás og spilar meira trompi. Austur á slaginn á K og verður að reyna að koma sér skaðlaust út. Ekki er freistandi að spila tígli frá kóngnum, né að hreyfa laufið með Gx. Það virðist illskást að spila spaða, þótt tían í borði sé vissulega hættuleg. Í reynd spilaði austur spaða, sagnhafi hleypti á tíuna og vann sitt spil.

Gallinn við „passíf“ trompútspil er sá að þau veita litlar upplýsingar. Þegar vörnin kemst inn í slag tvö eða þrjú er spilið enn í þoku.