Nokkrir breskir þingmenn hafa farið þess á leit við Evrópusambandið að fallið verði frá áformum um að 10% af öllu bifreiðaeldsneyti árið 2020 verði unnið úr landbúnaðarafurðum, svokallað biofuel.
Nokkrir breskir þingmenn hafa farið þess á leit við Evrópusambandið að fallið verði frá áformum um að 10% af öllu bifreiðaeldsneyti árið 2020 verði unnið úr landbúnaðarafurðum, svokallað biofuel. Ástæða beiðninnar mun sú að kornræktun fyrir eldsneyti hafi neikvæð áhrif á efnahag og fæðuframboð í heiminum og sé enn fremur skaðleg umhverfinu vegna aukinnar notkunar áburðar og skógeyðingar til ræktunar.