Suma daga er hárið vonlaust og húðin slæm og það batnar ekki þegar fötin passa ekki. Í stað þess að láta slá sig út af laginu er um að gera að kippa nokkrum atriðum í lag og gera það besta úr aðstæðum.

Suma daga er hárið vonlaust og húðin slæm og það batnar ekki þegar fötin passa ekki.

Í stað þess að láta slá sig út af laginu er um að gera að kippa nokkrum atriðum í lag og gera það besta úr aðstæðum.

Einfalt og fljótlegt

Byrjaðu daginn á góðri sturtu, það bætir skapið alltaf. Ef hárið á þér er vonlaust reyndu þá að gera það besta úr því með því að vera með einfalda og þægilega greiðslu. Sé hárið sítt settu það þá í flott tagl eða góðan hnút. Notaðu hársprey til þess að gera hárið viðráðanlegra en ekki hafa of mikið fyrir því, þá verður greiðslan tilgerðarleg.

Berðu á þig gott andlitskrem eftir sturtuna. Notaðu góðan en léttan farða, settu á þig maskara og gloss. Fallegur kinnalitur gerir gæfumuninn en góður kinnalitur gefur húðinni hraustlegt yfirbragð.

Uppáhaldsfötin

Farðu í þægileg föt, veldu flíkur sem eru einfaldar, klassískar og í uppáhaldi. Ekki taka upp á einhverjum nýjungum á svona degi. Góðar gallabuxur, svartur bolur eða peysa og flottir skór ganga alltaf og henta sérstaklega vel á slæmum dögum. Ef þú átt eitthvað sem þér finnst klæða þig sérstaklega vel og þér líður alltaf vel í ættirðu að nota þá flík. Drekktu mikið af vatni yfir daginn. Vatnið gerir húðina fallegri og bætir líðan.