* Seinni hluti Íslands-innslagsins í skemmtifréttaþættinum The Daily Show var sýndur í fyrradag. Þar hélt fréttamaðurinn Jason Jones áfram leit sinni að major Herdísi Sigurgrímsdótttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa NATO í Írak.

* Seinni hluti Íslands-innslagsins í skemmtifréttaþættinum The Daily Show var sýndur í fyrradag. Þar hélt fréttamaðurinn Jason Jones áfram leit sinni að major Herdísi Sigurgrímsdótttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa NATO í Írak. Tilgangur heimsóknar Jones hingað til lands var að telja Herdísi á að koma aftur til Íraks og ganga þar með aftur til liðs við hinar „viljugu þjóðir“ sem styðja stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Skemmst er frá því að segja að þau Jason og Herdís ná saman í lokin en svo virðist sem viljinn til átaka hafi vikið fyrir viljanum til ásta.

Verr gat það nú endað.