Erling Klingenberg, einn stofnenda Kling & Bang.
Erling Klingenberg, einn stofnenda Kling & Bang.
„VIÐ höfum viljað halda starfseminni sem hugsjón, það hefur haldið okkur gangandi,“ segir Kristján Björn Þórðarson, einn aðstandenda Kling & Bang gallerísins sem einnig stóð að Klink & Bank í Hampiðjuhúsinu.

„VIÐ höfum viljað halda starfseminni sem hugsjón, það hefur haldið okkur gangandi,“ segir Kristján Björn Þórðarson, einn aðstandenda Kling & Bang gallerísins sem einnig stóð að Klink & Bank í Hampiðjuhúsinu.

Galleríið missti húsnæðið við Laugaveg í haust en opnar innan skamms á Hverfisgötu 42. Festar fasteignafélag, sem á húsið, hefur afhent Kling & Bang það til notkunar, leigulaust, í þrjú til fimm ár.

„Sennilega munum við bjarga Hverfisgötunni,“ segja myndlistarmennirnir sem reka galleríið í sjálfboðavinnu. Þau segja Kling & Bang ólíkt flestum öðrum sýningarsölum borgarinnar, þau séu ekki áhugasöm um að selja verk.

„Við erum gallerí, þeir eru sellerí,“ segir Erling T.V. Klingenberg. | 21