Danska ættleiðingarfélagið Adoption & Samfund hvetur stjórnmálamenn til að hækka aldurstakmörkin vegna ættleiðinga. Bið eftir kjörbarni getur nú verið 3 til 4 ár. Samkvæmt dönskum lögum má eldra kjörforeldri í hæsta lagi vera 40 árum eldra en barnið.

Danska ættleiðingarfélagið Adoption & Samfund hvetur stjórnmálamenn til að hækka aldurstakmörkin vegna ættleiðinga. Bið eftir kjörbarni getur nú verið 3 til 4 ár. Samkvæmt dönskum lögum má eldra kjörforeldri í hæsta lagi vera 40 árum eldra en barnið. Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir umsækjendur hér eiga að vera á aldrinum 25 til 45 ára.

„Fólk eldist á meðan það bíður og það hefur auðvitað áhrif.“ Breyting á aldurstakmörkum hefur ekki verið rædd hjá félaginu hér. Um 130 fjölskyldur eru nú á biðlista eftir barni. Reyna á að koma á samvinnu við Dani um ættleiðingar frá Eþíópíu, að sögn Ingibjargar. Frá árinu 2000 hafa flest börnin komið frá Kína.

ibs