Næsta verkefni strákanna okkar í handboltalandsliðinu er að pakka í töskur og halda út á flugvöll eftir stórtap gegn Spánverjum í gær.

Næsta verkefni strákanna okkar í handboltalandsliðinu er að pakka í töskur og halda út á flugvöll eftir stórtap gegn Spánverjum í gær. Leikurinn atarna þurfti að vinnast til að Ísland keppti um sæti á mótinu en það var fjarri lagi að það markmið næðist en þeir spænsku sigruðu með sjö marka mun 33-26

Alfreð Gíslason þjálfari lét eftir sér hafa oftar en einu sinni meðan á mótinu stóð að íslenska liðið væri einfaldlega ekki á pari við flest liðin á mótinu og þó Spánverjarnir hefðu einnig átt dapurt mót fram að leiknum gegn Íslandi veittist þeim flest auðvelt í leiknum.

Óljóst er hvort íslenskt handboltalið verður með á Ólympíuleikunum í sumar. Eina leiðin til að það gangi upp er að ein þjóð af sjö efstu á síðasta HM vinni Evrópumeistaratitilinn. Það aftur hefur mikið að gera með Ólaf Stefánsson og hvort hann leikur meira með landsliðinu.