Peter Hain
Peter Hain
PETER Hain, atvinnu- og eftirlaunaráðherra í bresku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti gær vegna ásakana um, að hann hefði haldið leyndum framlögum í kosningasjóð sinn.

PETER Hain, atvinnu- og eftirlaunaráðherra í bresku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti gær vegna ásakana um, að hann hefði haldið leyndum framlögum í kosningasjóð sinn.

Hain tilkynnti um ákvörðun sína strax og sérstök eftirlitsnefnd hafði ákveðið að vísa máli hans til lögreglunnar en hann er fyrsti ráðherrann, sem segir af sér eftir að Gordon Brown tók við af Tony Blair sem forsætisráðherra.

„Með tilliti til ákvörðunar eftirlitsnefndarinnar hef ég ákveðið að segja af mér og einbeita mér að því að hreinsa nafn mitt af þeim sökum, sem á mig hafa verið bornar,“ sagði Hain en því er haldið fram, að hann hafi ekki gefið upp um 13 milljónir ísl. kr. í kosningafé.

Þetta mál er að sjálfsögðu áfall fyrir Brown, sem segist vilja auka á traust milli almennings og stjórnvalda en á síðustu valdadögum Blairs rak hvert hneykslið annað, t.d. er í ljós kom að auðmenn höfðu keypt sér sæti í lávarðadeildinni.